Harmsögur ævi minnar

12.5.08

Hollusta smollusta. Ég get ekki látið mig hætta að dreyma um þeyting úr gamla ísnum í vesturbæjarísbúðinni (sem ég veit ekki hvað heitir). Með bounty og smartís... smartísið gerir hann nefnilega svo fallegan og skrýtinn á litinn. Og hann er íííískaldur og yndislegur.

Verst að það er alltaf röð út úr dyrum í þessari pínkulitlu búllu. Ég kann ekki við að standa lengi í röð með geðveikisglampa í augunum til að fá fixið mitt. Sennilega yrði ég fljótari að redda mér heróíni. En ég þori að veðja að það er ekki nærri því jafn gott.

Off I go then...