Harmsögur ævi minnar

27.5.08

Hjássi er með gubbupest og hélt fyrir mér vöku í alla nótt með hlaupum á klósettið. Það var því sybbin og stúrin Deeza sem mætti alltof seint í vinnu í morgun. Dagurinn var semsagt hálf glataður en þó ekki alveg vegna þess að indverska prinsessan Leoncie kom mér til bjargar með laginu Enginn þríkantur hér. Þetta er svo hryllilega mikil snilld að ég á bara ekki til orð. Sendum hana í Eurovision næst og ekki orð um það meir.

Svo ætlaði ég nú að henda inn nokkrum myndum úr júrópartýinu en ég nenni því ekki núna. Ef ég þekki mig rétt gerist það aldrei. Ef ég ætla að gera eitthvað á annað borð ætti ég sennilega að vaska upp eitthvað af þessu rusli, taka til eða brjóta saman þvott. Nema ég biðji bara skítagerlana um að brjóta saman þvottinn fyrir mig. Það væri aldeilis hentugt. Mig langar í ís.