Harmsögur ævi minnar

11.6.08

Jæja, fór í Nova og fékk ógeðslega flottan síma. Hann er meira að segja svo flottur að mér tekst ekki að senda sms úr honum. Ég ætlaði einmitt að bjarga konu áðan með því að senda sms á mann sem hún þurfti að tala við en neibb. Gat bara sent á þá sem þegar voru í símaskránni en ekki slegið inn nýtt númer. Mjög neyðarlegt sko. Ég geri nú fastlega ráð fyrir því að það sé hægt að slá inn númer... ég á bara eftir að skoða þetta aðeins betur. Mér líður soldið eins og ég sé að heltast úr lestinni.

Og gaman að segja frá því að gamall og bláókunnugur Indverji smellti kossi á báðar kinnar mínar í gær. Það hressti nú upp á daginn skal ég segja ykkur. Ég vona bara að þetta hafi ekki verið eitthvað vúdú.