Harmsögur ævi minnar

13.6.08

Ojojoj... í nýju vinnunni minni er svona apparat á klósettinu sem úðar lykt á einhverra mínútna fresti. Lyktin er, já auðvitað, hvað annað en piparminta. Þetta er svo óendanlega fáránlegt að það er næstum því fyndið. Djöfull hata ég piparmintu. Fólki virðist finnast það kjánalegt en þetta er ekkert grín. Ekki bara finnst mér lyktin ógeð heldur verður mér líka flökurt af henni. Ég kann svosem engar skýringar á þessu piparmintuhatri mínu. Guð má vita hvaða bældu og hörmulegu æskuminningar liggja þar að baki.

En ég held að ég þurfi að fara að hlaupa heim til að pissa. Eða fara og liggja í hnipri í horninu á sturtuklefanum með puttann uppi í mér þar til þessi hörmung skolast af mér.