Harmsögur ævi minnar

15.7.08

Ef hjássi væri ekki skítsæmó þá myndi ég vilja giftast Nönnu Rögnvaldar. Matreiðslubækurnar hennar eru náttúrulega ekki af þessum heimi.
---
Hvaða djöfulsins bull er alltaf í sjónvarpinu þessa dagana? Ekkert nema eintómur viðbjóður. Og ég næ alltaf að missa af því pínkulitla sem er þess virði að horfa á. En ef ástandið fer ekki að lagast, þá, og ég segi það og skrifa, þá fer ég að taka upp bók!

Eða horfa á sjónvarpsþætti á netinu.
---
Helvítis tánöglin hangir enn á litlutánni á mér. Það er nú meira sem þetta er þrautseigt kvikindi. Hún er samt laflaus... eða svo segir hjássi, ég þori ekki fyrir mitt litla líf að kíkja á þetta.
---
Oooog smá nostalgía í lokin: