Ég fór til læknis í dag og ætlaði að láta brenna þennan vörtuviðbjóð af fætinum af mér. Heyrðu... nei nei nei... þetta er ekki varta... ÞETTA ER LÍKÞORN! LÍÍÍÍKÞOOOORN!!! Hvaða djöfulsins fíflalæti eru þetta? Líkþorn?! Það er víst ekki til nein lækning við þessum hryllingi heldur, þannig að læknirinn sagði mér að vera í víðum skóm og passa að tærnar nudduðust ekki saman. Bless bless eiginlega allir skórnir mínir, halló crocs-ógeð eða eitthvað þaðan af verra. Bless bless grimma veröld.
(Það má kannski bæta því við að mér væri sko skítsama um þetta líkþorn ef ég væri ekki alveg að fokkíng drepast í fætinum og farin að haltra um götur borgarinnar eins og gamalmenni sem er búið að skíta á sig.)
<< Home