Það á ekki að segja:
Hlægja heldur hlæja (það er auðvitað til sögnin að hlægja en það er ekki það sama og að gefa frá sér hlátur)
Víst að heldur fyrst að (og þessi villa fer óendanlega í taugarnar á mér... hverjum datt þetta í hug?)
Og af hverju er ég að röfla yfir þessu? Æi, ég bara nenni ekki að vaska upp. Átt ÞÚ þér uppáhaldsmálfræðivillu? Ég vil ólm heyra hana.
(Hver veit svo nema Hið íslenska málfarsfasistafélag verði vakið af værum blundi með haustinu... reyndar veit ég ekki hvort það er hægt að vekja eitthvað úr dvala sem aldrei var vakandi, en það er kannski ekki aðalatriðið. Fröken formaður doktor Djalla...?)
<< Home