Hjássi vinnur á hóteli og kemur stundum með matarafganga með sér heim. Það þykir mér ekki leiðinlegt. Síðan ég kom heim úr vinnunni er ég t.d. búin að borða bæði laxa- og skinkubrauðtertu, eplaböku og marengstertu með rjóma. Slurp. Ég er svo sannarlega fædd til að lifa í allsnægtum.
---
Og talandi um hjássa... hann segir að ég sé einstaklega morgunfúl og leiðinleg. Hann ætti nú bara að prófa að vekja sjálfan sig eftir næturvakt... jæks. Ég potaði nokkrum sinnum inn í nefið á honum með upprúlluðu blaði áðan og hann varð ekki lítið fúll. Áfram sefur hann þó. Ég hef heldur ekki lokið mér af.
---
Og yfir í barnavesen... ekki barneignir þó, enda hef ég ekki nokkurn minnsta áhuga á því að unga út lendaávexti þrátt fyrir að vera komin á fertugsaldurinn. Nei, barnanöfn skulu það vera. Ég sagði fröken frænku minni um daginn að ef ég eignaðist einhvern tímann piltbarn myndi ég nefna hann Dreka. Henni fannst það hryllilega ömurlegt. Mér finnst Dreki hins vegar ógeðslega svalt nafn. Maður sem heitir Dreki verður eitthvað stórfenglegt, það er alveg deginum ljósara.
En svona þegar ég spái betur í því gæti dópsali eða handrukkari svosem alveg heitið Dreki líka. Ég spái betur í þessu... ég á nú örugglega 20 frjósöm ár eftir miðað við hvað ég er seinþroska.
<< Home