Harmsögur ævi minnar

6.8.08

Almáttugur, þvílík leiðindi. Ég sem hélt að suðan væri lengi að koma upp í kartöflum þegar maður væri að bíða. En greinilega ekki nærri því eins lengi og það tekur klaka að bráðna þegar maður affrystir ísskáp. Mig langar gríðarlega upp í rúm að klára að horfa á allar vídeóspólurnar sem hjássi keypti en þetta þarf víst að klárast. Ég er að spá í að æfa mig í að standa á höndum á meðan ég bíð. Eða tengja plötuspilarann.