Eitt sem ég er algjörlega komin með nóg af eru væmin kærustupör, nýgift pör og pör sem eiga börn. Ég veit ekki hvað er að mér; sjálf gifti ég mig kannski einhvern daginn og eignast jafnvel börn (í fjarlægri framtíð þó...!).
Ég áttaði mig bara á þessu áðan þegar ég var að hnýsast inn á heimasíður hjá fólki sem ég þekki ekki (og jú... það er pathetic en ég geri það samt). Mikið af þessu ókunnuga fólki er með myndir úr brúðkaupinu sínu og af börnunum sínum og svona og það bregst ekki að fólk sem í fyrstu virðist skynsamt og eðlilegt breytist í e-ð mússí-múss dúllí-smúllí dauðans um leið og e-ð af ofangreindu kemur við sögu. Brúðkaupsmyndir eru alveg verstar. Væææææmið. Það er kannski skárra þegar maður þekkir fólkið. Hope so.
Er annars að horfa á snilldarþátt á Skjá 1, hann er um mann sem lét fjarlægja af sér þriðja fótinn en bara af því að hann langaði svo í kúrekastígvél.
<< Home