Harmsögur ævi minnar

8.4.03

Af hverju er veðrið svona vangefið? Mig langaði í göngutúr en nenni því ekki núna.

Ég fékk eitthvað átkast í gær. Var sko alveg að sofna yfir sjónvarpinu eftir kvöldmat og vantaði eitthvað sætt. Þá mundi ég að ég hafði keypt ís um helgina og át hann allan upp til agna. Svo kom sambýlismaðurinn heim úr bíó og þá átum við saman páskaeggið sem hann gaf mér. Það var samt bara lítið. Eru einhverjar reglur sem segja að maður eigi ekki að opna páskaegg fyrr en á páskadag? Ég hreinlega man ekki hvernig þetta virkar. En það er hvort sem er of seint.

Annars líst mér vel á bóksalann sem var í fréttum í gær (held að það hafi verið í Bókabúð Lárusar Blöndal) sem ætlar að selja páskaegg með klikkuðum afslætti svona rétt yfir páskana. Til að hefna sín á stórmörkuðunum sem selja bækur bara fyrir jól. Allir í Bókabúð Lárusar Blöndal.

Svo ætlaði ég að leiðrétta þetta Big Lebowski rugl hérna fyrir neðan. Ég get varla verið el Duderino þar sem ég er sko miklu stressaðri týpa. Hefði átt að vera einn af þýsku geðsjúklingunum þarna (voru þeir ekki þýskir...? Þýskir níhílistar?). Bjórmálaráðherra skil ég vel að hafi verið dúdið en ég? Neibb. Mér finnst White Russian geðveikt góður en þetta passar samt ekki.