Harmsögur ævi minnar

4.4.03

Þeir sem lesa bloggið hans Tobbaliciousar vita kannski að hann er aftur byrjaður að éta AB-mjólk af miklum móð. Hann sagði frá því að hann væri byrjaður að skíta ógeðslega fúlt en gleymdi að taka fram að hann er líka síprumpandi og það er eins og andskotinn sjálfur hafi tekið sér bólfestu í þessum viðrekstrum. Ég er búin að banna honum að prumpa inni en hann neitar að hlýða og prumpar eins og hann fái borgað fyrir það í öllum herbergjum íbúðarinnar og LÍKA í þvottahúsinu í kjallaranum. Svo er hann alltaf að reyna að lauma þessum skröttum út án þess að ég taki eftir því en það er bara massamenguð lykt af þessu og hún fer ekki fram hjá neinum í 300 metra radíus. Þá vitið þið það.