Já tókst loksins! Get stolt sagt frá því að ég er AB+ sem mér finnst hér með langflottasti blóðflokkurinn. Það gekk ekki eins vel hjá Tobbalicious en honum var bannað að gefa blóð sökum hinna ægilegu húðútbrota. Hann fékk samt kleinu á kaffistofunni. Hann spurði líka um blóðflokkinn sinn og er í O+. Já það er glatað but what are you gonna do? Við hittum Guffa í Blóðbankanum og var hann í góðu stuði að vanda. Ég var soldið hrædd um að það myndi líða yfir mig eftir blóðtökuna (fyrir framan Guffa) en það gerðist sem betur fer ekkert.
Svo tróðum við okkur út af gúmmulaði á kaffistofunni, fórum því næst til Friðsemdar og fengum karamellukex og jarðarber og getum varla gengið af ofáti.
Ég fékk svona "Erfðir blóðflokka" blað hjá hjúkkunum og ef ég og Tobbalicious eignumst börn þá geta þau bara verið A eða B. Finnst ykkur það ekkert skrýtið? Ég er reyndar dauðfegin að þurfa ekki að eignast einhver glötuð O börn. En AB ofurblönduna hefði ég gjarnan viljað láta afkvæmin mín hafa.
Jo og Spörri eru í mesta lottóinu ef þau eignast börn. Þau geta nefnilega eignast kvikindi í öllum blóðflokkum. Frábært.
<< Home