Harmsögur ævi minnar

4.4.03

Æi ég brenndi mig á hendinni við að búa til kartöflumús úr pakka. Böhö. Samt er ég miklu minni klaufi en Tobbalicious. Ætli það sé óhætt að láta okkur búa saman? Ef við eigum einhverja vini þarna úti: þið kannski hringið í okkur annað slagið til að tékka hvort við séum á lífi.