Var að borða hádegismatinn minn í mestu makindum, lesandi Fréttablaðið. Fékk svo algjört sjokk þegar ég sá auglýsingu með þeim fótboltabræðrum Arnari og Bjarka. Ég held að þetta hafi verið auglýsing frá Sýn en er þó ekki viss, mér varð svo mikið um myndina enda eru þeir bræður í nærbrókunum einum klæða og það er ekki fögur sjón. Það hefði nú mátt setja aðvörun utan á blaðið; ég missti alveg lystina á matnum mínum.
<< Home