Harmsögur ævi minnar

8.4.03

AAARRRRGG hvað þetta var ömurlegur dagur! Ég er komin með hausverk af pirringi út í fólk almennt og bíð bara eftir því að ég snappi á almannafæri og drepi einhvern með berum hnefunum.

Ég er reyndar búin að redda málunum núna, fór í Krónuna og keypti mjólk og e-ð heimilisdót, 4-pack af Prins pólói, 3-pack af Snickers, tvöfaldan Prince-Lu kexpakka, lítra af karamelluís, örbylgjupopp og hálft kíló af Appollo lakkrís.

Ég var að spá hvort ég hefði átt að setja einn tómat ofan á allt nammið í körfunni svona upp á djókið en þetta afgreiðslulið hefði ekkert fattað það.

Þetta kostaði reyndar þrjúþúsundkall en ég sé ekki eftir krónu. Þetta sælgæti á eftir að bjarga geðheilsunni hjá mér; ég er viss um það.

Ég sé bara eftir því að hafa ekki keypt mér eina rauðvín líka fyrst ég var búin að hita upp vísakortið. Kannski get ég hellt Sprite-i ofan í gamlar bjórdósir og náð í hálfan öl.