Harmsögur ævi minnar

17.4.03

Gat nú verið... er komin með hálsbólgu og hausverk og partý á morgun. Þetta gerist alltaf ef ég hlakka lengi til þess að gera eitthvað. Ég fattaði reyndar af hverju. Alltaf þegar ég ætla að gera eitthvað skemmtilegt langar mig í ný föt og þá fer ég stundum í Smáralind eða Kringluna (já ég veit - þetta eru staðir dauðans og ætti að jafna þá við jörðu en það eru samt flottar og ódýrar búðir þarna).
Á þessum stöðum virðist vera svo ógeðslegt loft eða ógeðslegt fólk eða bæði að ég hreinlega verð veik af því að fara þarna. Mikið af fjölskyldufólki og svona; allir krakkarnir með einhverja gerla á sér og svona. Það ætti að opna verslanamiðstöð fyrir barnlausa svei mér þá... þó ekki væri nema til þess að við slyppum við að horfa á 14 manna spikfeita fjölskyldu sporðrenna pulsu og kóki í pulsusjoppunni í Hagkaup í Smáralind.

Og talandi um fitu og að kasta steinum úr glerhúsi þá er ekki einu sinni víst að ég passi í nýju fötin á morgun miðað við átið á okkur hjónaleysunum þessa dagana. Ég enda örugglega í einhverri aðgerð eins og þessi he he he.