Harmsögur ævi minnar

14.4.03

Hef ekkert getað bloggað... en það sem er kannski verra er að ég hef heldur ekki getað lesið neitt blogg. Ástæðan er sú að sambýlismaðurinn tók tölvuna í gíslingu og hafði hana á brott til nördavinar síns til að læra.

Mér leið eins og ég stæði fyrir utan raunveruleikann í allan dag bara út af því að ég gat ekki lesið þetta bölvaða blogg. Ég vissi ekki um neitt sem var að gerast hjá neinum og leið barasta ömurlega. Á tímabili var þetta orðið svo slæmt að ég neyddist til að hringja í nokkra vini mína. Ekki gott.