Harmsögur ævi minnar

11.4.03

Nokkrir dimmiterandi unglingar hrelldu mig í Liverpool í dag og reyndu meira að segja að drepa mig með bjór-andardrætti. Ég slapp samt betur en verslunarmaðurinn á Laugaveginum sem var bara lúbarinn af þessu liði og liggur nú á spítala.

Þegar við dimmiteruðum þá duttum við nú bara í það eins og venjulegt fólk. Við börðum engan enda er ekkert gaman að vera laminn af túrtappa eða strumpi. Eða vera laminn yfir höfuð.

Annars er tilvonandi dýradoktorinn minn Karl Ottó væntanlegur til landsins... ég hlakka mikið til!