Harmsögur ævi minnar

10.4.03

Nú eru margir að fara að læra fyrir próf. Þeir sem vilja að maður viti að þeir séu að fara að læra fyrir próf klæða sig í gamlar joggingbuxur og hnökróttar flíspeysur. Svo eru þeir með geðveikt mikið af nesti. Þá heldur þetta sama lið að maður hugsi: "Vá hvað þessi er duglegur! Greinilega að fara að læra geðveikt mikið!". En í staðinn hugsar maður: "Þú ert hálfviti.".

Þannig að til ykkar sem gerið þetta (þið vitið hver þið eruð): Drullist þið bara til að klæða ykkur almennilega og fara í sturtu, þið þurfið ekkert að sanna fyrir okkur hinum að þið séuð geðveikt mikið að læra ÞVÍ OKKUR GÆTI EKKI VERIÐ MEIRA SAMA!!! Svo vona ég bara að þið fallið í prófunum MÚHAHAHAHA!!!