Harmsögur ævi minnar

11.4.03

Jackass í Djúpu lauginni maður! Mér fannst nú fólkið í salnum hálf dautt e-ð en sennilega hefur það bara ekki fengið nóg brennivín. Annars skil ég nú ekki af hverju Jackass er að meika það big time. Ég veit ekki betur en kærastinn minn sé búinn að stunda það í fleiri ár að henda sér viljandi niður stiga og gera skrýtna hluti við bibbann á sér og hann hefur ekki fengið krónu fyrir það. Kannski fær hann uppreisn æru seinna.

Annars er bara fínn fílingur í fólki enda gott veður og svona. Allir á leiðinni í partý. Einhvern tímann hefði maður sjálfur verið á leiðinni út að mála bæinn rauðan. En neeeiii, maður er orðinn svo gamall að maður fær sér bara tebolla, hlustar á fréttirnar á gufunni og fer svo snemma í rúmið því maður þarf að vinna snemma daginn eftir. Bömmer.

Has it really come to this?