Þið hafið eflaust oft velt fyrir ykkur hvað varð um franska rapparabarnið Jordy sem sló svo eftirminnilega í gegn í byrjun tíunda áratugarins með laginu C'est dur dur d'être bébé. Ég líka. Eina sem ég veit um hann greyið er að foreldrar hans skildu skömmu eftir að Jordy-skemmtigarðurinn var opnaður í París. Ætli hann sé ekki bara búinn að gifta sig og orðinn fyllibytta?
<< Home