Þeir sem þekkja mig vita að ég á heima fyrir ofan leikskóla. Sem er nú ekki í frásögur færandi. Nema hvað að eftir að það kom smá vor eru krakkahelvítin alltaf gargandi og öskrandi. Út í eitt. Allan daginn. Og svo klifra þau yfir girðingar og fara í blómabeðin og tætast þar. Þessar fóstrur eru greinilega heyrnarlausar og blindar eða nenna bara ekki að tuska þau til. Eða orðnar ofurstressaðar. Ég er líka oft að sjá þær laumast út að reykja bakvið rafmagnsskúr þar sem þær halda að enginn sjái þær. En ég sé allt af svölunum mínum MÚHAHAHAHA.
Ég er þokkalega að verða geðveik á þessu. Hvað er til ráða? Brædd feiti? Glerflöskur? HJÁLP!!!
<< Home