Harmsögur ævi minnar

4.5.03

Ég er að vinna í því að koma með nýtt lúkk á síðuna mína. Það hefur reyndar tafið framkvæmdirnar að uppáhalds HTMellan mín er að fara í próf á morgun og er á fullu að lesa. Ég er a.m.k. komin með nóg af þessu hallærislega mínímalíska Rex útliti og vil fá eitthvað tacky í staðinn. Samt ekki eins tacky og síðan var þegar hún var appelsínugul. En næstum því. Kannski. Æi hvað ég nenni ekki að læra. Vííí Practice er að byrja!