Og eitt enn... hvernig er hægt að vera svona vangefið stressaður fyrir próf eins og ég verð?? Ég sver það, það er alveg sama hvaða próf það er, alltaf þarf ég að æla af stressi. Og ekki skánar það þegar maður mætir upp í skóla og fólk er að þylja upp svona síðustu-stundar-lærdóm, spyrjandi allt og alla og gjammandi framan í mann einhverjar sagnbeygingar.
Og svo þarf ég að fara í munnleg próf sem ættu að vera skítlétt (og verða það sennilega) en ég verð alltaf eins og kúkur; eldrauð í framan og stamandi. Ég þarf að fara á Dale Carnegie námskeið eða eitthvað.
<< Home