Harmsögur ævi minnar

2.5.03

The Ketchup Kid


Gleymdi alveg að segja frá því að þegar ég fór á Ara í Ögri með Jo og Spörra á miðvikudagskvöldið lenti ég aldeilis í vandræðum.
Það missti nefnilega einhver hálfviti tómatsósu á gólfið sem væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að fína flauelskápan mín lenti bara í gusunni. Ég var semsagt löðrandi í tómatsósu og lyktin eftir því. Jo var ekki sátt og lét Spörra biðja um drykk handa mér í sárabætur.
Hann gerði það (stóðst þig eins og hetja Spörri!) og barstelpan sagðist ætla að athuga málið. Svo fóru skötuhjúin heim og ég sat áfram með Daða og Jóni Þór (i?).
Hálftíma seinna spurði ég stúlkuna hvort eitthvað væri í gangi með þennan drykk og hún fór AFTUR og ætlaði að athuga málið. Ekkert gerðist en ekki nóg með það heldur fékk enginn sem sat með mér á borði neitt að drekka heldur! Við sátum semsagt bara eins og bjánar og horfðum á barfólkið ignorera okkur. Þau voru sko bara að bíða eftir því að við drulluðum okkur út. Sem og við gerðum á endanum, fórum á Celtic og fengum MIKLU betri þjónustu þar.
Nú er Ari kominn á bannlistann minn ásamt Kaffibarnum... þeir hefðu sko betur splæst á mig einu aumu vínglasi.
Og ég þarf LÍKA að fara með kápuna mína í hreinsun!