Ég henti sængum og koddum út á svalir í dag til að viðra. Tók svo eftir því áðan þegar ég ætlaði að setja hrein rúmföt á draslið að eitthvað fuglshelvíti hafði kúkað á sængina mína þar sem hún hékk í sakleysi sínu. MÍNA sæng. Það gat náttúrulega ekki verið sængin hans Tobba óóó nei. Just my luck. Ég er líka eina manneskjan sem ég þekki sem dúfa hefur skitið á. Og eina manneskjan sem ég þekki sem missir lyklana sína, naglaklippur, skæri og varasalva ofan í klósettið þegar það er eitthvað í því. Nema kannski Óli. Hann missti nú einu sinni gemsann sinn í klósettið og meig á hann.
Anyway, kannski skeit fuglinn á sængina mína því honum sárnaði það að ég væri með dún inni í henni. Fylltist heift fyrir hönd fuglana sem þurfti að plokka til að búa hana til og skeit á hana til að mótmæla óréttlæti heimsins.
<< Home