Harmsögur ævi minnar

9.5.03

Ég þoli ekki fólk sem kemur í verslun og þarf einhvern til að standa yfir sér því það getur ekki drullast til að ákveða sig.

"Jááá, en þetta, er þetta sniðugt?
Já neeeeii mér líst ekkert á þetta, er þetta ekki eitthvað bölvað drasl?
Já þetta er fínt, æ, það er rispa í þessu. En þessi bíll hérna? Áttu hann nokkuð í bláu?
Hann er svo hrifinn af bláu. Já nennirðu að ná í hann inn á lager þó það taki þig þrjú kortér?
Já eða nei annars ég fæ bara bolta. Eru svona samskeyti á þeim öllum?
Eru þetta einu litirnir? Já nennirðu að hlaupa niður og athuga? Það sér nefnilega á þessum sko.
Já og heyrðu - geturðu pakkað inn? Já nei ekki þennan pappír - frekar hinn. Eða neeeei - láttu mig bara hafa þennan.
Geturðu líka sett slaufu? Honum finnst svo gaman að fá slaufu.
Gefðu mér svo afslátt. Hinar gefa mér sko alltaf afslátt."

Já það þarf sko sterk bein til að afgreiða í dótabúð.
Afgreiðslufólk heimsins sameinist!

Hvar er rauðvínið mitt?