Harmsögur ævi minnar

18.5.03

Ég lenti nú bara í því besta í dag og allir strákar geta hætt að lesa núna.

Þannig er mál með vexti að ég sá geeeeðveika skó í Bianco um daginn en tímdi ekki að kaupa þá af því þeir kostuðu 7500 kall. Svo fór ég með mömmu í helvítis Smáralindina í dag til að hjálpa henni að finna á sig skó og við kíkjum í fyrrnefnda skóverslun. Meðan móðir mín mátaði skó fór ég að gramsa í 50% afsláttarhorninu og viti menn... eru þá ekki skórnir mínir komnir þangað af því að það var bara eitt par eftir. Og þar sem ég er mjög nálægt fötlunarmörkum hvað varðar fótasmæð þá passaði ég í þá. Ég er einmitt í þeim núna og hef bara aldrei verið hamingjusamari.
Hugsið ykkur, lífshamingja fyrir 3750 krónur!