Hú Hah!
Bara eitt skriflegt og tvö munnleg próf eftir. Ég sé gjörsamlega fyrir endann á þessu. Í þessari viku meira að segja. Djöfull ætla ég að fá mér í aðra tána eða jafnvel báðar um helgina.
Svo er bara dauðabiðin eftir, að sjá hvað kemur út úr þessu rugli öllu saman. Þetta verður örugglega allt í lagi. Já já.
Og mig langar sjúklega í gasgrill. Mér finnst það soldið fullorðinslegt að eiga gasgrill en Jo segir að það sé allt í lagi. Ég sé fyrir mér að við verðum alltaf í hlýrabolum með bjór í annarri og að snúa sloppy kótelettum með hinni. Svona white trash dauðans. En það er bara nokkuð svalt. Ég get verið brjóstahaldaralaus undir hlýrabolnum með rúllur í hárinu og sígarettu í munnvikinu. Bara svalt. Ég verð þá samt að breyta nafninu mínu í Jolene, Lorna eða Norma Mae.
<< Home