Harmsögur ævi minnar

28.8.04

Skemmtileg nótt... lufsaðist í bólið um 3-leytið eftir smá vínsötr með Mikka. Lá þar svo í mestu makindum með bókina mína þegar ég heyri taktaktaktaktak... og viti menn - þessi líka spræki kakkalakki að tölta um herbergið mitt eins og ekkert væri sjálfsagðara. Náði í glas og bjó mig undir veiðar en það er hægara sagt en gert að veiða þessi kvikindi einn. Skepnan hljóp eins og andskotinn sjálfur inn í öll horn og bakvið húsgögn og hegðaði sér bara eins og geðsjúklingur. Náði honum þó á endanum, setti blað undir glasið og bjó mig undir að henda honum út. Hann fór þá að stinga fálmurum og löppum undir glasbrúnina til að reyna að komast út, ojjjjj. Komst loksins í rúmið klukkutíma síðar, löðrandi sveitt og taugaveikluð. Ég vafði lakinu sko þétt utan um mig áður en ég sofnaði; vil ekki að þessi ógeð verpi eggjum í rassinn á mér eða eitthvað.