En fyndið. Búin að vera að velta fyrir mér í allan dag einhverri skrýtinni lykt sem virðist fylgja mér. Ekki svitalykt og ekki táfýla og ég var hreinlega að gefast upp á þessu. Svo var ég að skoða bloggið mitt og rak augun í peysuna sem ég var í í réttunum. Lögðust þá saman tveir og tveir maður. Ég er nefnilega í þessari sömu peysu núna og man EKKI eftir því að hafa þvegið hana. Svona er nú lífið sniðugt!
<< Home