Harmsögur ævi minnar

27.9.04

Já gleymdi að segja frá einu. Í fyrradag sat ég ósköp róleg við tölvuna inni í herberginu mínu, með opið út á svalir til að fá góða veðrið inn (ca. 30°C og sól). Byrja þá einhverjar ægilegar drunur og læti. Ég fer út og herregud... haldiði að það hafi ekki bara dúndrast úr himninum haglél/klakamolar á stærð við kókópöffs. Ég hefði sjálfsagt bara rotast ef ekki hefði verið fyrir skyggnið á svölunum. Þetta gekk á í svona 10 mínútur, og þá bara dró frá sólu og aftur byrjaði blíðan eins og ekkert hefði í skorist. Ef þetta er ekki eitthvað heimsendamerki þá veit ég ekki hvað!