Harmsögur ævi minnar

8.9.04

Á að vera byrjuð að vinna einhver verkefni og eitthvað rugl. Var það í menntaskóla sem maður þurfti ekkert að gera fyrstu vikuna? Get bara ekki gert neitt nema liggja uppi í sófa og horfa á Family Guy og éta nammi. Ég er líka búin að vera lasin svo það er allt í lagi. Fann fyrir því áðan, mér til mikils hryllings, að mér er að batna. Þarf þá væntanlega að byrja að læra. En ég get það samt ekki því LÍN borgar mér ekki (ekki með nógu margar einingar á síðasta vetri) og lætur mig ekki einu sinni hafa nýja námsáætlun. Ég get þ.a.l. ekki keypt bækur. Datt í hug að kaupa þær með vísakortinu en það er væntanlega búið að loka því þar sem ég er ekki ennþá búin að borga reikninginn. Veturinn byrjar glæsilega...