Harmsögur ævi minnar

6.9.04

Fyrsti skóladagurinn gekk stórslysalaust fyrir sig. Kennarar góðlegir og kúrsar áhugaverðir. Stakk nú reyndar af í sígó þegar annars árs nemar áttu að sýna okkur nýnemunum háskólasvæðið. Ég er þriðja árs nemi og veit alveg hvar Oddi og Árnagarður eru, takk fyrir. Hrokafulla pakk. Einn var meira að segja með Vöku-barmmerki. Treysti ekki svoleiðis liði.

Gleðifréttir: CSI í kvöld. Gerir stanslausar snýtingar og hóstaköst bærilegri. Fyrrverandi sambýlismaðurinn er meira að segja búinn að hita handa mér grænt te með jasmínu (algjör kelling... mesta furða að hann hafi ekki raspað engiferrót út í bollann eins og hann gerði einu sinni þegar ég var veik). Hann getur nú verið ljúfur þessi elska.