Harmsögur ævi minnar

16.9.04

Tók eftir því í dag að fjölskylduíbúðirnar á stú-stú-stúdentagörðum eru með miklu stærri svalir en hinar íbúðirnar. Þær eru riiiisastórar. En fyrrverandi sambýlismaður minn (og hýsill þessa dagana) þarf að deila sínum hálfs fermetra svölum með gaurnum við hliðina. Það er ekkert vit í þessu; hvað hefur þetta barnalið að gera við stórar svalir? Miklu nær að láta einhleypa (og barnlaus pör jafnvel) fá stórar svalir til að geta haldið fyllerísgrillveislur á sumrin.

Og nýi páfagaukurinn hefur við nánari umhugsun fengið nafnið Siggi en ekki Tobbi.

Svo eru þessar lifrarbólgu-A auglýsingar að fríka mig út... ætti maður að láta bólusetja sig?