Harmsögur ævi minnar

11.9.04

Ennþá með fokking hósta... andskotans vesen. Ætti kannski ekki að vera að reykja svona rétt á meðan ég jafna mig. En það er bara svona.

Er annars að fara að kaupa gullfiska og páfagauk með systkinum mínum og móður. Það líst mér vel á. Fjölskyldan er enn í sárum síðan Prímus II lést á vormánuðum. Ég er bara hræddust um að nýi páfagaukurinn standi ekki undir væntingum. Prímus var nefnilega svo stórgáfuð skepna, skemmtilegur og kelinn og gat sagt nafnið sitt í ofanálag. Það er ekki öfundsvert fyrir næsta gauk að þurfa að feta í fótspor hans.

Reyndar er Prímus II ofan í frystikistunni hjá móður minni (ásamt síðasta hamstri sem drapst) því það voru uppi hugmyndir að stoppa hann upp. Það má þá skella honum í búrið hjá nýja fuglinum.