Harmsögur ævi minnar

9.9.04

Búin að fara 2svar í bíó (allar bíóferðir í boði tobbaliciousar nema annað sé tekið fram). Annars vegar á The Shape of things og hins vegar á Saved. Sú fyrri var nú bara la-la, ekkert leiðinleg svosem en dálítið pirrandi. Sú seinni aftur á móti var algjör snilld. Táraðist meira að segja í lokin (quoting Þröstur: "Kjeeeeelllling"). Ógeðslega skemmtileg mynd. Það eina sem fór í taugarnar á mér var lagið sem var spilað í byrjun og lok myndarinnar; God only knows, en það var flutt af Mandy Moore (sem lék eitt af aðalhlutverkunum og var bara þrusugóð sem jesúsóð dramadrottning) og Michael Stipe. Nú vill svo til að God only knows er eitt af uppáhaldslögunum mínum og mér finnast það algjör helgispjöll að fikta við eitthvað sem er algjörlega fullkomið í upprunalegu útgáfunni. Skammist ykkar bara.