Úff... ég vona að mamma fari að koma sér heim. Hef hvorki fyrr né síðar borðað svona mikið. Við förum út að borða a.m.k. tvisvar á dag (í boði hennar) og ég er bara alveg að springa. Samt gott sko... kræklingur og sverðfiskur og pasta og hráskinka og rauðvín og ís. Get ekki beðið eftir að byrja á nýju lífsmottóunum... var m.a. að panta skólabækurnar á netinu svo ég ætti meira að segja að geta byrjað að læra von bráðar.
Ætla nú að reyna að pósta myndina af mér og Forest Whitaker sem ég lét taka af okkur þegar ég hitti hann í Þykkvabænum. Bestu vinir mar. Já þetta er ágætt sko...
<< Home