Æ caramba hvað ég er ekki að nenna þessu. Í staðinn fyrir að gera ritgerð gerði ég haustheit. Þau eru eftirfarandi:
- Ég ætla alltaf að læra heima og vera ekki alltaf á síðustu stundu með allt sem ég geri.
- Ég ætla að setja glósurnar mínar jafnóðum í möppu svo ég sé ekki alltaf að finna þær mörgum árum seinna krumpaðar inni í stílabókum og bakpokahólfum.
- Ég ætla að fara í leikfimi svo ég verði ekki með keppinn hangandi yfir buxnastrenginn um jólin. Svo ekki sé nú talað um helvítis upphandleggjabúðinginn.
- Ég ætla að hætta að reykja.
- Ég ætla að vera góð við Matthildi, hamsturinn okkar.
- Ég ætla að hætta að hrækja, ropa og prumpa.
- Ég ætla að vera ljúf í skapinu og ekki alltaf svona pirruð og óþolinmóð.
- Ég ætla að senda ömmum mínum fleiri bréf frá Sardiníu.
- Ég ætla alltaf að vakna snemma og hætta að vera ógeðslega morgunfúl.
- Ég ætla að fara miklu minna út að skemmta mér og eyða minni pening.
Skoh! Ég verð alveg ný manneskja bara.
<< Home