Jæja nú er þriðji dagur í reykleysi runninn upp og ég verð nú að viðurkenna að þetta er auðveldara en ég hélt. Er reyndar svolítið óstabíl í skapinu, æsi mig yfir minnstu smáatriðum og á það til að bresta í grát ef fólk stoppar ekki fyrir mér á gangbraut og svona. En það á nú vonandi allt eftir að líða hjá.
Verð reyndar að taka fram óánægju mína með það að ég er ekkert sætari og húðin á mér ekkert fallegri heldur en þegar ég reykti. Ef eitthvað er ég tuskulegri en ever. Það finnst mér ekki sanngjarnt.
<< Home