Harmsögur ævi minnar

4.10.04

Þennan póst fékk ég (og væntanlega aðrir nemendur HÍ) sendan í dag:

Ágætu stúdentar!

Í fjárlagafrumvarpinu er kveðið á um tillögu þess efnis að hækka
skráningargjöld í ríkisreknum Háskólum um 38,5%. Skráningargjaldið er í
dag 32.500 kr. en yrði eftir hækkunina 45.000 kr. Í frumvarpinu segir að í
kjölfarið myndi skapast svigrúm fyrir Háskólann til að auka útgjöld sín um
rúmlega 100 milljónir króna.

Stúdentaráð mun berjast af fullum krafti gegn því að Háskólinn sæki sér
tekjur úr vasa stúdenta.

Stúdentar verða látnir vita um frekari framvindu málsins.

Með kveðju,
Jarþrúður Ásmundsdóttir
formaður Stúdentaráðs



So? Hverjir eiga svosem að borga til Háskólans ef ekki fólkið sem er að nýta sér þjónustuna? Mig munar ekkert um það að punga út nokkrum þúsundköllum í viðbót þó ekki væri nema til þess að það yrði keypt almennilegt kaffi í helvítis sjoppuna.