Harmsögur ævi minnar

4.7.05

Ég held að það séu vírusar í tölvunni minni... stundum þegar ég klikka á linka kemur e-ð online spilavíti á skjáinn, og stundum tippi og svoleiðis. Geðveikt neyðarlegt... "heyrðu, ég ýtti bara á mbl.is og það kom upp þessi svaka dónasíða!"... right!

Fórum nokkur á strönd í gær með Ritu og miðaldra félögum hennar. Það var stuð. Rita sagðist ætla að koma með nesti og nesti kom kellingin með. Ég er ekki að tala um kæfusamlokur og trópí, ó nei. "Nestið" var djúpsteiktar nautakjötssneiðar, hrísgrjónasalat með ólívum, túnfisk, lauk, papriku og fullt af öðru dóti, upprúllað brauð með tómötum og reyktum laxi, samlokur með eðalskinku og salati, melónur, kirsuber og ferskjur, og svo snilldar rauðvín til að skola þessu niður. Það er víst önnur ferð plönuð næsta sunnudag, aldrei að vita nema maður skelli sér með.

Allir urðu sólbrúnir, náttúrulega allt Ítalir nema Jonathan... en hann er hálfur Filippseyingur svo hann varð svartur líka. Ég varð aðeins minna bleik... ég held að ég ætti að fara að trappa mig niður í sólarvörninni svo ég fái nú aðeins roða í kinnar. Kannski ég noti bara 20 næst. Nú eða 15, neeeei ein geðveikt flippuð, segjum 20.

Hins vegar er hárið á mér orðið geðveikt glyðrulega ljóst og ég er mjög ánægð með það.