Harmsögur ævi minnar

2.7.05

Ég þori ekki að slökkva á tölvunni af ótta við að hún virki ekki þegar ég reyni að kveikja á henni aftur.

Er annars að bíða eftir liði... þarf að fara út að skemmta mér. Nenni því samt engan veginn... ég og JoJo duttum í það með fullt af vodka í gær spilandi Axis og Allies við þriðja meðleigjandann. Ég og JoJo tókum bráðlega fram úr þeim þriðja í drykkju og töpuðum dómgreindinni og þ.a.l. leiknum skömmu síðar. Við ofmetnuðumst, eyddum öllum peningunum í sprengjuflugvélar og öxulveldin nýttu sér veikleikann. Allt helvítis vodkanum að kenna. Ég reyndi í örvæntingu minni að svindla (gerist ekki nema ég sé komin vel í glas) og svo fótbraut ég þýskan hermann í bræðiskasti. Það er sko ekkert gott að vera tapsár þegar maður er að spila eitthvað sem maður er ekkert sérstaklega góður í.

Svo bara ströndin í dag... og núna er ég að spá í að fá mér ís. Nenni ekki brennivíni enda er maður orðinn alltof gamall fyrir tvö kvöld í röð.

Og já, LÍN svaraði mér... þeir borguðu mér óvart bara 78% af láninu mínu... ætti að rukka þá fyrir allar sígaretturnar sem ég reykti í peningastresskasti.