Harmsögur ævi minnar

25.9.05

Bjórklúður Bjórmálaráðherra kom ekki að sök um helgina sem var hin huggulegasta. Ég og Doktorinn unnum reyndar ekki kassann í pöbbkvissi á föstudagskvöldið en létum það ekki stoppa okkar. Héldum við heim á Eggert og upphófst þar drykkja mikil og dans.

Seinna bættust í hópinn Völli og Rabbi, og enn síðar Börkur og skjólstæðingurinn. Þetta var fyrirtaks kvöld; þægilegt alls staðar og fjólublátt ljós við barinn.

Þegar karlkyns partýgestir voru farnir heim, splæsti Doktorinn í pizzu og svo kúrðum við saman yfir Fóstbræðrum. Ljúffengt.

(Nágrannasnótin kvartaði reyndar tvisvar yfir hávaða sem var eini svarti punkturinn, best að vera rólegur í nokkrar vikur...)