Harmsögur ævi minnar

22.9.05

Jamm, frú Jóhanna "klukkaði" mig. Ég er ekkert alveg viss um hvað það þýðir en skilst þó að ég eigi að skrifa niður 5 staðreyndir um sjálfa mig. Here goes:

1. Ég get verið ógeðslega feimin fyrir framan fólk sem ég þekki ekki, og í margmenni. Mér er t.d. lífsins ómögulegt að spyrja spurninga fyrir framan aðra í tímum uppi í háskóla; er alltaf hrædd um að gera mig að fífli.

2. Ég hlakka alltaf rosalega til jólanna, en verð þó yfirleitt fyrir vonbrigðum þar sem þau eru aldrei jafn skemmtileg og minningin um þau.

3. Ég hata, og þá meina ég HATA sunnudaga.

4. Mér finnst skemmtilegt að hanga með vinum mínum og blaðra um allt og ekkert og alls konar yfir kaffi eða bjór.

5. Ég er ógeðslega tapsár... er að vinna í þeim málum. Sort of.

Best að klukka Fridzy, Doktorinn og Jónsa.