Harmsögur ævi minnar

21.9.05

Einu sinni fannst mér ég hafa verið ófrítt ungabarn. Núna þegar ég skoða myndir af mér sem smákrakka finnst mér ég geðveikt sæt. Ég var ótrúlega, ótrúlega feit. Það finnst mér krúttlegt, ég þoli nefnilega ekki horaða smákrakka... það er nú bara í hæsta máta óeðlilegt og óheilbrigt. Reyndar þoli ég ekki horað fólk, sama á hvaða aldri það er. Það er bara eitthvað svo oooojjjjjjj þegar fólk er bilað horað. Það verður svo veiklulegt og ógeðslegt. Og svoleiðis fólk nýtist illa við heyskap og önnur störf.

Og talandi um ógeð, þá er konan í Vanish Oxy auglýsingunni alveg stórkostlega hræðileg. Alveg eins og kall! Hún er líka horuð.