Harmsögur ævi minnar

7.9.05

Úff! Loksins komin með netið í lag... bjóst ekki við því að takast það. Síðast þegar ég bjó á stúdentagörðum var það með karlmanni sem (augljóslega) sá um tækni- og tækjahlið heimilisins. Næsta skref er að tengja græjurnar, tjah, nema e-r bjóði sig fram...?

Anyways... það er svo langt síðan ég bloggaði síðast og svo ógurlega margt búið að gerast að ég veit ekkert hvar ég á að byrja. Kannski ég sleppi því bara... það yrði hvort eð er of langt til að e-r nennti að lesa það.

Soldið skrýtið að vera komin heim... smá tómleikatilfinning, því er ekki að neita. Kannski líka af því ég bý aaaalein. Í fyrsta skipti á ævinni. Spennandi. Ætli mér eigi eftir að leiðast? Kannski er ég bara hundleiðinleg eftir allt saman. En ég er a.m.k. með sjónvarp.

Skólinn byrjaður á fullu. Líst þrusuvel á þetta. Eina vandamálið er að ég er orðin vön því að vera fjarnemandi og horfa á tímana ein í náttfötum og með kaffibolla. Allt þetta fólk í tímum truflar mig. Sérstaklega fólk sem tyggur tyggjó á háværan hátt og fólk með gamlar fartölvur með viftur sem hljóma eins og Boeing 757 í flugtaki. Andskotinn, ég var komin með þvílíkan hausverk í dag. Getið þið ekki bara glósað í stílabækur eins og aðrir?

Nóg í bili, ég ætla að spjalla aðeins við sjálfa mig.