Harmsögur ævi minnar

23.8.05

Blöööö, nú eru allir byrjaðir að spyrja mig hvort ég ætli ekki að halda kveðjupartý eða eitthvað. Mér líst svo óendanlega illa á það að það er ekki eðlilegt. Ég á pottþétt eftir að enda blindfull og grenjandi og þetta verður bara neyðarlegt fyrir hina. Ég hálfsé eftir því að hafa sagt hvenær ég færi, hefði frekar átt að láta mig bara hverfa þegjandi og hljóðalaust.