Jæja, tsjill... fröken Dóra í heimsókn og ekkert gert nema versla, fara út að borða og sitja á torgum með ávaxtakokteil í hendi. Fínt, nema hvað ég er alveg að fara á hausinn af öllu þessu kæruleysi og spreði.
Er komin með íbúð á elskulegum stúdentagörðum. Hún losnaði því miður í byrjun ágúst og neyðist ég þess vegna til að punga út fyrir leigu í heilan mánuð áður en ég kem heim. Það er skemmtilegt. Staðfest heimkoma 31. ágúst og fyrsti fundur málfarsfasistanna verður væntanlega haldinn fljótlega eftir það.
Ef einhver nennir að fara í nýju íbúðina mína og bóna dúkinn áður en ég kem heim væri það vel þegið. Takk takk, nú þarf ég að fara að versla meira með frökeninni.
<< Home